fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
433Sport

Brask og brall hjá íslenskum landsliðsmönnum – Gin, kvóti og húðvörur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 3. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir landsliðsmenn í fótbolta hafa látið að sér kveða í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Allt frá því að framleiða húðvörur í að starfa í sjávarútvegi, þá hafa leikmennirnir sem þjóðin hefur fylgst með á skjánum gert það gott í viðskiptalífinu. Knattspyrnumennirnir ásamt harðduglegum eiginkonum sínum hafa komið á fót fyrirtækjum sem Íslendingar hafa tekið vel, þegar mennirnir hætta að elta bolta bíður þeirra vinna frá níu til fimm

RÚRIK GÍSLASON
Eftir að hafa orðið heimsfrægur á heimsmeistaramótinu í Rússlandi hefur Rúrik slegið í gegn í viðskiptum. Á síðasta ári setti hann á markað Glacier Gin sem hefur verið áberandi síðan. Áfengið hefur verið einkar vinsælt á meðal ferðamanna. „Þetta selst eins og heitar lummur í Fríhöfninni. Útlendingurinn og Íslendingurinn virðast vera að taka mjög vel í þetta. Þetta er náttúrulega íslenskt vatn, flaskan er ótrúlega flott og það eru mikil gæði í þessu,“ sagði Rúrik þegar ginið var komið á markað. Hann hefur svo haldið áfram í viðskiptum og er nú að hasla sér völl á fatamarkaðnum með fyrirtækið Bökk, sem framleiðir peysur og húfur.

EMIL HALLFREÐSSON
Þó að hér sé rætt um Emil Hallfreðsson landsliðsmann í sambandi við viðskipti þá er óhætt að segja að eiginkona hans Ása Reginsdóttir hafa verið allt í öllu þegar kemur að því að markaðssetja vörur þeirra hjóna hér á landi. Ása hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum með vörurnar. Olifa olíurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og Allegrini og di Lenardo rauðvínið hefur selst vel í ÁTVR. Hjónin hafa átt í fleiri viðskiptum hér á landi, þau hafa flutt inn pasta frá Ítalíu og Ása hefur framleitt fallegar vörur fyrir börn í gegnum fyrirtæki þeirra Pom Poms & co. Hjónin hafa lengi búið á Ítalíu og færa nú Íslendingum gæðavörur þaðan.

Aron EInar og Kristbjörg, eiginkona hans.

ARON EINAR GUNNARSSON
Aron Einar og eiginkona hans Kristbjörg Jónasdóttir hafa getið sér gott orð í viðskiptum hér á landi síðustu ár. Þau eiga um tíu prósenta hlut í Bjórböðunum sem slegið hafa í gegn á meðal erlendra ferðamanna, Íslendingar hafa einnig baðað sig í bjórnum á Árskógssandi. Það var svo undir lok síðasta árs sem þessi öflugu hjón fóru að framleiða húðvörur. AK Pure Skin er húðvörulína þróuð af þeim hjónum í samvinnu við Pharmarctica. Húðvörur sem henta bæði konum og karlmönnum. Óhætt er að segja að vörurnar hafi slegið í gegn og verið mjög áberandi í íslensku samfélagi.

ÓLAFUR INGI SKÚLASON
Ólafur Ingi hefur ásamt félögum sínum slegið í gegn með smáforritið Sportabler. Mörg íslensk íþróttafélög hafa tekið smáforritið í gagnið og hefur það fengið góðar viðtökur. Íþróttafélög geta komið öllum skilaboðum í gegnum forritið til iðkenda og foreldra. Allar æfingar á komandi vikum liggja fyrir og foreldrar eiga auðveldara með skipulag. Þeir sem þekkja til telja að forritið mun innan tíðar fara á erlendan markað en félög í Þýskalandi hafa áhuga á að taka Sportabler til notkunar.

GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON
Þessi besti knattspyrnumaður Íslands hefur verið nokkuð umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi, hann hefur verið stórtækur á fasteignamarkaðnum hér á landi og fjallað hefur verið um það. Þá er Gylfi eigandi í Blikabergs ehf. sem er útgerðarfyrirtæki í Sandgerði. Fyrirtækið á hann ásamt föður sínum Sigurði Aðalsteinssyni. Þeir fiska sem róa en Gylfi fylgist mikið með veiðunum ef marka má liðsfélaga hans í landsliðinu. „Gylfi er nú nokkuð góður herbergisfélagi. Það er helst þegar hann er að fylgjast með fiskibátnum. Að horfa á sjómennina veiða, það er svolítið þreytt. Það er hræðilegt, ekkert að frétta þarna,“ segir Sverrir Ingi Ingason um Gylfa Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“
433Sport
Í gær

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar