

Ríkisstjórn Boris Johnson, hefur beðið allar stærstu íþróttagreinar landsins um að byrja að undirbúa endurkomu.
Ríkisstjórnin vonast til þess að íþróttir fari af stað í byrjun júní, með þessu vilja þau reyna að létta lundina hjá þjóðinni eftir erfiða tíma. Ekki hefur verið spilað í tæpa tvo mánuði vegna kórónuveirunnar.
Áhorfendur fá ekki að mæta á völlinn en vonir standa til um að alli 92 leikirnir verði í beinni útsendingu. Times fjallar um málið og segir að viðræður hafi staðið yfir síðustu daga, vonir standa til að enska deildin fari af stað 8 júní.
FIFA vinnur að breyttum regluverki vegna veirunnar sem smitast hratt á milli manna, þannig leggur sambandið til að allar hrákur leikmanna verði bannaðar.
Það tíðkast nokkuð reglulega að leikmenn hræki á völlinn eftir harða baráttu, nú leggur FIFA til að leikmenn sem hrækja fái gult spjald.