

Leikmenn PSG eru farnir í stríð við við stjórnendur félagsins og hafna því alfarið að lækka laun sín. Félagið hefur sett mikla pressu á að leikmennirnir lækki laun sín.
Enginn fótbolti hefur veri spilaður í Frakklandi síðustu vikur vegna kórónuveirunnar og líklega eru tveir mánuðir í að boltinn fari aftur af stað þar.
Nasser Al-Khelaifi hefur farið fram á það að leikmenn lækki laun sín en þeir hafa hafnað öllu slíku. ,,Ég ætlast til þess að þeir hjálpi félaginu,“ sagði Al-Khelaifi á dögunum.
Viðræðurnar hafa ekki gengið vel en það eru Thiago Silva og Marquinhos sem leiða viðræðurnar fyrir leikmennina.
Í Frakklandi eru leikmenn PSG sakaðir um hræsni og græðgi en Neymar sem þénar 110 milljónir íslenskra króna á viku neitar að lækka laun sín. Sömu sögu er að segja af Kylian Mbappe sem þénar 70 milljónir á viku.
Launahæstu leikmenn PSG á mánuði í pundum:
1. Neymar (PSG): £2.6million
2. Kylian Mbappe (PSG): £1.6m
3. Thiago Silva (PSG): £1.3m
4. Edinson Cavani (PSG): £1.1m
5. Marquinhos (PSG): £1m
5. Marco Verratti (PSG): £1m
7. Angel di Maria (PSG): £932,000
8. Keylor Navas (PSG): £850,000
9. Mauro Icardi (PSG): £678,000
10. Leandro Paredes (PSG): £635,000
11. Presnel Kimpembe (PSG): £568,000