fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Utan vallar: Ekki hægt að kenna veirunni um nema brotabrot af því vandamáli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran hefur haft áhrif á alla og íþróttafélög finna fyrir henni eins og aðrir, engar æfingar hafa mátt fara fram hér á landi síðustu vikur. Þá hafa mörg knattspyrnufélög farið fram á að leikmenn lækki laun sín, sökum þess að reksturinn verði nánast ómögulegur vegna veirunnar.

Það má vel vera að reksturinn verði þungur á næstu mánuðum en að vandamálið hafi orðið svo stórt strax á fyrsta degi og veiran gerði vart við sig hér á landi, er í besta falli hlægilegt og umræðan ómarktæk.

Sem dæmi gat ÍA aðeins borgað helming launa leikmanna um síðustu mánaðamót, það hefur ekkert með veiruna að gera heldur aðeins illa rekið fyrirtæki sem var rekið með rúmlega 60 milljóna króna halla á síðasta ári.

ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum hér á landi, hafa blandað sér í umræðuna. Mörg félög hafa áhyggjur af málflutningi samtakanna á meðan skipstjórinn þar, Birgir Jóhannsson, talar þeirra máli. Birgir var framkvæmdastjóri FH þegar knattspyrnudeild félagsins varð nánast gjaldþrota á síðasta ári. Ekki beint sannfærandi málsvari fyrir félög í vanda.

Rekstur knattspyrnudeilda hefur að miklu leyti verið óábyrgur síðustu ár, ekki verður hægt að kenna veirunni um nema brotabrot af því vandamáli sem nú virðist blasa við. Veiran verður vonandi til þess að knattspyrnudeildir tryggi ábyrgari rekstur í stað þess að allt stefni í óefni við minnsta áfall.

Utan vallar er skoðunarpistill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband

Sagði leikmaður Chelsea þetta við dómarann í gær? – Myndband
433Sport
Í gær

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“

Höddi Magg opnar sig um brottreksturinn – „Svo var mönnum bara drullusama um það“
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið