fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
433Sport

Samantekt: Allar þær launalækkanir sem ráðist hefur verið í

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 10:40

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll félög nema tvö í Pepsi Max-deild karla hafa lækkað eða eru að lækka laun leikmanna og þjálfara. Kórónuveiran hefur haft áhrif á rekstur félaganna. 433.is hefur haft samband við öll félög

Aðeins Grótta sem borgar leikmönnum ekki laun og HK hafa ekki farið fram á  lækkun launa.  Stjarnan virðist ganga lengst og lækkar laun leikmanna um 30 prósent til áramóta. Fylkir lækkar laun leikmanna um 50 prósent í þrjá mánuði.

Af þeim félögum sem hafa ráðist í launalækkun er það Breiðablik sem lækkar laun minnst, leikmenn og þjálfarar meistaraflokks lækka í launum um 10 prósent til áramóta.

KR
Hafa endursamið við leikmenn og lækkað laun þeirra þannig.

Breiðablik
10 prósenta lækkun tók gildi næstu mánaðamót og gildir út árið

FH
Laun leikmanna FH lækka á bilinu 20-30 prósent fram að Íslandsmóti.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Stjarnan
Lækka laun leikmanna um 30 prósent út árið

KA
Á milli 20 og 25 prósenta lækkun fram til 1 nóvember.

Valur
Laun leikmanna lækka um 25 prósent í þrjá mánuði og 15 prósent út árið eftir það.

Víkingur R
Laun leikmanna Víkings hafa ekki verið lækkuð en vinna við það er í gangi.

Mynd: Valli

Fylkir
Allir leikmenn Fylkis lækkuðu laun sín um 50 prósent í þrjá mánuði

HK
Leikmenn HK hafa ekki þurft að lækka laun sín.

Mynd: Valli

ÍA
Leikmenn ÍA fengu helming launa sinna útborgað síðustu mánaðamót, vonast er til að hlutabótaleið ríkisins mæti afgangi. Óvíst er með næstu mánuði.

Grótta
Engir leikmaður félagsins er með föst laun.

Fjölnir
Viðræður og umræða fer fram um lækkun launa þessa dagana, Fjölnir býst við að klára málið í lok vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
433Sport
Í gær

Knattspyrnustjarna á Englandi skrifar opið bréf: ,,Ég er samkynhneigður“

Knattspyrnustjarna á Englandi skrifar opið bréf: ,,Ég er samkynhneigður“
433Sport
Í gær

Rúrik útilokar ekki að spila á Íslandi – ,,Þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt út tímabilið“

Rúrik útilokar ekki að spila á Íslandi – ,,Þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt út tímabilið“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Margir hefðu gefist upp en Gummi Ben hélt áfram: ,,Ég er handónýtur og get kennt sjálfum mér um“

Margir hefðu gefist upp en Gummi Ben hélt áfram: ,,Ég er handónýtur og get kennt sjálfum mér um“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Klopp staðfestir brottför leikmanns – Spilar ekki því hann gæti meiðst

Klopp staðfestir brottför leikmanns – Spilar ekki því hann gæti meiðst
433Sport
Fyrir 3 dögum

Juventus sagt hafa boðið vonarstjörnu United risasamning

Juventus sagt hafa boðið vonarstjörnu United risasamning