

Sir Kenny Dalglish, goðsögn í sögu Liverpool er á góðum batavegi eftir að hafa greinst með COVID-19 veiruna. Dóttir kappans segir að hann sé byrjaður að tuða á nýjan leik, það sé merki um að heilsan sé að koma.
Dalglish er 69 ára gamall en hann greindist með veiruna í síðustu viku en var útskrifaður af spítala á sunnudag.
Dalglish hefur ekki verið með alvarleg einkenni en var slappur. ,,Mamma er með garðhúsögn sem þarf að þrífa, hann þarf því að fara að komast á lappir,“ sagði Kelly Cates, dóttir hans létt í lund.
,,Hann er góður, hann er byrjaður að tuða aðeins. Hann er ekki alveg 100 prósent en hann er ekki svo slæmur í dag.“
Dalglish birti myndband af sér á Twitter í gær þar sem hann og fjölskylda hans klappa fyrir heilbrigðisstarfsfólki.
Thank you. #clapforNHS #ClapForCarers #clapforkeyworkers pic.twitter.com/LU3mAB5FPC
— Sir Kenneth Dalglish (at 🏡) (@kennethdalglish) April 16, 2020