fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
433Sport

Aðalstjórn svarar Kristjáni: „Ámælisvert að tjá sig í fjölmiðlum um málefni ólögráða iðkenda“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 13:24

Kristján Daði Finnbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,Ég hef starfað við þetta í mörg ár og ég ætla að ná alla leið í þessu. Ég hafði staðið mig vel í þessu starfi hjá Gróttu , ég verð að bjarga mannorði mínu. Það komu hótanir frá þeim, um að ég ætti ekki að leita réttar míns eða ræða við fjölmiðla, það lítur ekki vel út fyrir mig að missa starfið í janúar og enginn veit hvers vegna. Þess vegna vil ég segja frá þessu, þessar hótanir hafa tekið á mig,“ sagði Kristján Daði Finnbjörnsson, fyrrum þjálfari hjá yngri flokkum Gróttu í viðtali í helgarblaði DV sem kom út í gær.

Erfiðlega gekk að fá svör frá Gróttu um ástæðu uppsagnar en Kristján segir að hótanir og rætnar sögur hafa verið búnar til, eftir uppsögn hans.

Meira:
Pabbapólitík á Seltjarnarnesi? – „Ég get ekki tjáð mig um þennan hluta“

Aðalstjórn Gróttu sendi frá sér yfirlýsingu vegna frétta um málið í dag. ,,Fullyrðingar Kristjáns Daða Finnbjörnssonar í fjölmiðlum um að liðsval í yngri flokkum hafi haft áhrif á starfslok hans hjá knattspyrnudeild Gróttu eru fráleitar og eiga ekki við nein rök að styðjast,“ segir í yfirlýsingu frá aðstljórn félagsins

,,Það vita þeir sem kynni hafa af yngri flokka starfi hjá knattspyrnudeild Gróttu. Eina ástæðan fyrir brotthvarfi Kristjáns eru vinnubrögð hans sjálfs og ófagleg framkoma gagnvart iðkendum, starfsfólki og stjórn barna- og unglingaráðs. Það er auk þess mjög ámælisvert að barna- og unglingaþjálfari skuli tjá sig í fjölmiðlum um málefni ólögráða iðkenda eins og gert hefur verið. Félagið hefur greitt Kristjáni að fullu fyrir þau störf sem hann hefur unnið fyrir félagið.“

Meira:
Pabbapólitík á Seltjarnarnesi? – „Ég get ekki tjáð mig um þennan hluta“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt