Umboðsmaður Philippe Coutinho, reynir að finna félag fyrir skjólstæðing sinn í sumar. Barcelona vill losna við hann en FC Bayern vill ekki kaupa hann.
Coutinho er í láni hjá Bayern en hefur ekki staðið undir væntingum í Þýskalandi.
Coutinho verður til sölu í sumar, Börsungur keyptu hann frá Liverpool árið 2018 á 140 milljónir punda.
Miklar væntingar voru gerðar til Coutinho en honum tókst ekki að koma sér í gang þar.
Börsungar verða í vandræðum með að selja hann og segir Sport á Spáni að umboðsmaður hans, sé að reyna að finna fyrir lið fyrir kauða.
,,Hann ræðir við fjölda félaga á Englandi,“ segir í frétt á Spáni og segir að Everton sé eitt þeirra félaga sé Everton.
Everton eru erkifjendur Liverpool en með liðinu leikur Gylfi Þór Sigurðsson.