fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Raiola varpar sprengju: Ætlar með frábæran leikmann til Real Madrid í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United virðist hafa ákveðið það að selja Paul Pogba í sumar, þetta halda ensk götublöð fram í dag.

Pogba er sagður hafa áhuga á því að vera áfram, eftir að hafa verið með læti í rúmt ár vill hann endurskoða hlutina.

Ef marka má ensk blöð hefur United hins vegar tekið ákvörðun um að reyna að selja hann. Lætin sem fylgja honum og Mino Raiola trufla leikmannahóp liðsins.

Eftir þessa frétt í enskum blöðum fór Mino Raiola, í viðtal á Spáni. ,,Ég á í mjög góðu sambandi við Real Madrid,“ sagði Raiola.

,,Ég vil koma frábærum leikmanni þangað og ég mun reyna í sumar, það væri heiður fyrir mig. Real Madrid er frábært félag.“

,,ÉG er í sambandi við Jose Angel Sanchez hjá félaginu, ég elska að ræða fótbolta og málefni FIFA við hann. Hans skoðun heillar mig.“

,,Ég tel að einn daginn komi ég með frábæran leikmann til Real.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot