fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Hafa gríðarlegar áhyggjur af fjármálum félaganna

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur toppfótbolti, hagsmunarsamtök félaga í efstu deildum Íslands í fótbolta hefur þungar áhyggjur, af rekstri félaga. COVID-19 veiran hefur gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag.

ÍTF kallar eftir viðbrögðum. ,,Kallað verði eftir viðbrögðum frá KSÍ og lögð fram yfirlýsing ÍTF á næsta stjórnarfund KSÍ. ÍTF lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna. Yfirlýsingin verður send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra,“ segir í fundargerð ÍTF.

Fundargerð ÍTF má sjá í heild hér að neðan.

1. Covid 19 afleiðing fyrir félögin, æfingar
a. Gert er ráð fyrir leiðbeinandi upplýsingum í fyrramálið frá Mennta- og Heilbrigðisráðuneytinu varðandi nánari útfærslu á æfingu yngri flokka.

2. Mótahald
a. Lögð var fram tillaga frá mótanefnd KSÍ og óskað eftir viðbrögðum frá stjórn ÍTF. Tillagan samþykkt að því gefnu að félögin hafi að minnsta kosti 3 vikur frá því að samkomubanni lýkur að mótahald hefjist. Verði samkomubann framlengt verður staðan endurmetin.

3. Fjármál félaga
a. Kallað verði eftir viðbrögðum frá KSÍ og lögð fram yfirlýsing ÍTF á næsta stjórnarfund KSÍ. ÍTF lýsir yfir gríðarlegum áhyggjum af fjármálum félaganna. Yfirlýsingin verður send á ÍSÍ, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra.

4. Fyrirspurn aðildarfélags
a. Málinu vísað til stjórnar KSÍ og óskað eftir því að málið verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

5. Önnur mál
a. Leyfiskerfi KSÍ – UEFA sendi til landsins umsjónaraðila með leyfiskerfinu sem framkvæmdu úttekt á 4 félögum. Niðurstaðan var sú að þeir óska eftir breyttu vinnulagi við skil á ársreikningum félaga og mun Haukur lögfræðingu KSÍ kynna það nánar síðar.
b. Fundur félaga í ÍBR. Sigurður og Haraldur fóru yfir fund ÍBR sem haldinn var í dag vegna áhrifa samkomubannsins á æfingar yngri flokka. Meiri líkur en minnir eru að bannið verði framlengt og ljóst að félögin þurfa að fá skýrari upplýsingar frá ÍSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó