fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Liverpool úr leik í Meistaradeildinni – Llorente hetjan á Anfield

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 22:33

Llorente í leik gegn Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool 2-3 Atletico Madrid (2-4)
1-0 Georginio Wijnaldum(43′)
2-0 Roberto Firmino(94′)
2-1 Marcos Llorente(97′)
2-2 Marcos Llorente(105′)
2-3 Alvaro Morata(120′)

Liverpool er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Atletico Madrid í kvöld á Anfield.

Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Atletico á heimavelli og var því mikið undir í seinni leiknum.

Eitt mark var skorað í venjulegum leiktíma en það gerð Georginio Wijnaldum fyrir heimamenn á 43. mínútu.

Það var því gripið til framlengingar og þar komst Liverpool yfir með marki frá Roberto Firmino á 94. mínútu.

Útlitið var mjög bjart fyrir Liverpool en 2-0 forystan entist í þrjár mínútur er Marcoc Llorente skoraði gott mark fyrir gestina.

Liverpool þurfti því að skora annað mark til að komast áfram en það var einnig Atletico sem gerði það næsta.

Llorente var aftur á ferðinni á 105. mínútu og jafnaði metin í 2-2 fyrir spænska stórliðið.

Alvaro Morata kláraði svo dæmið algjörlega í uppbótartíma framlengingarinnar er hann komst einn gegn Adrian og skoraði.

Lokatölur urðu 2-3 og eru ríkjandi meistararnir því úr leik í 16-liða úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær

Kallað eftir brottreksti úr sjónvarpi eftir að hafa látið þessi orð falla í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest

Rauk út úr beinni útsendingu í gær vegna neyðarástands í fjölskyldunni – Andlát pabba hennar nú staðfest
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Reyna að freista Palace með rúmum þremur milljörðum

Reyna að freista Palace með rúmum þremur milljörðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng

Coote fékk skilorðsbundin dóm – Fundu ósæmilegt myndband af 15 ára dreng