fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Liverpool úr leik í Meistaradeildinni – Llorente hetjan á Anfield

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 22:33

Llorente í leik gegn Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool 2-3 Atletico Madrid (2-4)
1-0 Georginio Wijnaldum(43′)
2-0 Roberto Firmino(94′)
2-1 Marcos Llorente(97′)
2-2 Marcos Llorente(105′)
2-3 Alvaro Morata(120′)

Liverpool er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Atletico Madrid í kvöld á Anfield.

Fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Atletico á heimavelli og var því mikið undir í seinni leiknum.

Eitt mark var skorað í venjulegum leiktíma en það gerð Georginio Wijnaldum fyrir heimamenn á 43. mínútu.

Það var því gripið til framlengingar og þar komst Liverpool yfir með marki frá Roberto Firmino á 94. mínútu.

Útlitið var mjög bjart fyrir Liverpool en 2-0 forystan entist í þrjár mínútur er Marcoc Llorente skoraði gott mark fyrir gestina.

Liverpool þurfti því að skora annað mark til að komast áfram en það var einnig Atletico sem gerði það næsta.

Llorente var aftur á ferðinni á 105. mínútu og jafnaði metin í 2-2 fyrir spænska stórliðið.

Alvaro Morata kláraði svo dæmið algjörlega í uppbótartíma framlengingarinnar er hann komst einn gegn Adrian og skoraði.

Lokatölur urðu 2-3 og eru ríkjandi meistararnir því úr leik í 16-liða úrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla