Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton er á lista Footbal365 yfir þá leikmenn á Englandi sem hafa dalað mest á milli ára.
Gylfi hefur skorað eitt deildarmark fyrir Everton í ár en þó að mestu verið í öðru hlutverki en hann er vanur. Gylfi hefur spilað aftar á vellinum og nú síðast á kantinum.
Gylfi fer í áttunda sætið á þesusm lista en þarna má finna Paul Pogba og Wilfried Zaha. Kantmaður Bournemouth er á toppnum yfir þá sem hafa hrunið hvað mest á milli ára.
Listann má sjá hér að neðan.
10) Jamaal Lascelles
9) Felipe Anderson
8) Gylfi Þór Sigurðsson
7) Matteo Guendouzi
6) Paul Pogba
5) Juan Foyth
4) Oriol Romeu
3) Wilfried Zaha
2) Kepa Arrizabalaga
1) Ryan Fraser