fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
433Sport

Gummi Ben rifjar upp hvernig Mikki losnaði við bumbuna: „Trix til að æfa í gufubaði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, einn skemmtilegasti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt rifjar upp feril sinn í Draumaliðinu, hlaðvarpsþætti sem Jóhann Skúli stýrir. Þar fer hann yfir bestu leikmennina sem hann lék með á ferlinum.

Einn sem Guðmundur nefnir til sögunnar er Mihajlo Bibercic, sem lék hér á landi frá 1993 til ársins 2004. Hann gerði garðinn frægan með ÍA áður en hann hélt í KR árið 1995, þar var Guðmundur leikmaður KR.

Óhætt er að segja að Bibercic hafi mætt úr fríi sínu í Serbíu með væna vömb, eitthvað sem hann þurfti að taka af sér.

,,Hann spilaði með mér í KR 95, þegar Mikki kom í fyrsta skipti. Fyrsta æfingin var á sandgrasinu í Kópavogi, hann var í ÍA árið á undan. Hann kemur til KR í febrúar eða mars, hann hafði verið í fríi og hafði haft það býsna gott,“ sagði Guðmundur þegar hann rifjar upp komu Mikka, eins og hann var kallaður.

Mikki var ekki í fyrsta sinn að glíma við auka kíló, hann hafði sína leið til að rífa þau af sér. Leið sem fáir hafa leikið eftir.

,,Við erum með klefa þarna, hann klæðir sig í fjóra regnjakka. Það var hans trix til að æfa í gufubaði, hann æfði svona í fleiri, fleiri vikur. Hvort þetta virkaði, ég er ekki sannfærður um það.“

Guðmundur var ekki sanfærður en bumban fór að hverfa og Mikki komst í form. ,,Hann komst í betra og betra form, það var mjög gaman að spila með Mikka. Líflegur karakter,“ sagði Guðmundur þegar hann rifjaði upp dvöl Bibercic í KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
433Sport
Í gær

Rúrik útilokar ekki að spila á Íslandi – ,,Þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt út tímabilið“

Rúrik útilokar ekki að spila á Íslandi – ,,Þurfti að hlaupa fyrir utan húsið mitt út tímabilið“
433Sport
Í gær

Mourinho ætlar ekki að horfa á myndina: ,,Ég reyni að gleyma þessu“

Mourinho ætlar ekki að horfa á myndina: ,,Ég reyni að gleyma þessu“
433Sport
Í gær

Costa öskraði á Conte: ,,Hann þóttist ekki hlusta“

Costa öskraði á Conte: ,,Hann þóttist ekki hlusta“
433Sport
Í gær

Hraunar yfir Maguire og segir hann ljúga að öllum: ,,Ég er svo lélegur í fótbolta“

Hraunar yfir Maguire og segir hann ljúga að öllum: ,,Ég er svo lélegur í fótbolta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“

Hannes keyrði á mann og úr varð ótrúleg saga: Ætlar að gera kvikmynd – ,,Ég þurfti að halda honum ánægðum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gummi Ben varð heimsfrægur á svipstundu -„Það bara hringdu allir fjölmiðlar í heiminum“

Gummi Ben varð heimsfrægur á svipstundu -„Það bara hringdu allir fjölmiðlar í heiminum“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juventus sagt hafa boðið vonarstjörnu United risasamning

Juventus sagt hafa boðið vonarstjörnu United risasamning
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Það er það eina sem Grealish hugsar um“

,,Það er það eina sem Grealish hugsar um“