fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Sakaður um alvarleg mannréttindabrot en yfir 90 prósent vilja samt fá hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. febrúar 2020 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohammad Bin Salman, krónprin Sádí Arabíu vill eignast félag í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur lengi haft augastað á Manchester United en Glazer fjölskyldan hefur ekki viljað selja félagið.

Mohammad Bin Salman hefur nú síðustu vikur skoðað það að kaupa Newcastle en Mirror segir að Bin Salman vilji fyrst reyna að kaupa United á nýjan leik, áður en hann gefst upp.

Gerð var könnun á meðal stuðningsmanna United og vilja 91 prósent fá hann til félagsins, þrátt fyrir að Bin Salman og stjórnvöld í Sádí Arabíu séu sökum um alvarleg mannréttindabrot.

Mohamed bin Salman er mjög vel efnaður en talið er að Glazer fjölskyldan myndi skoða að selja United fyrir 4 milljarða punda. Það ætti að vera lítið mál fyrir Mohamed bin Salman en eigur hans eru metnar á 850 milljarða punda.

Bin Salman hefur fundað með Pini Zahavi, umboðsmanni sem hjálpaði Roman Abramovich að kaupa Chelsea. Sagt er að Bin Salman vilji eignast fótboltafélag í fremstu röð og hefur hann helst horft til United. Ástæðan er sú að hann vill keppa við eigendur Manchester City frá Abu Dhabi.

Talið er að Bin Salman sé klár í að greiða 3 milljarða punda en hann gæti mögulega komið United, í fremstu röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“