fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Fékk fallegt bréf níu árum eftir leiðinlegt atvik: ,,Aldrei of seint að biðjast afsökunar“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 09:30

Suarez og Evra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, goðsögn Manchester United, fékk fallegt bréf frá Liverpool nýlega eftir atvik sem átti sér stað fyrir níu árum.

Evra opnaði sig með það í beinni útsendingu í gær en hann fékk bréf frá stjórnarformanni Liverpool, Peter Moore.

Þar baðst Moore afsökunar á hvernig tekið var á máli Evra og Luis Suarez árið 2011. Evra ásakaði þá Suarez um rasisma en enska knattspyrnusambandið dæmdi Úrúgvæann ekki brotlegan.

Evra sagði nýlega að hann hefði aldrei fengið afsökunarbeiðni frá Liverpool en það hefur nú breyst.

,,Í fyrsta lagi var ég mjög ánægður með að fá afsökunarbeiðni frá Jamie Carragher og svo fékk ég persónulegt bréf frá Peter Moore og það snerti mig,“ sagði Evra.

,,Hann vonaðist eftir því að það væri aldrei of seint að biðjast afsökunar því þetta gerðist fyrir níu árum.“

,,Ég fékk bréfið þremur dögum eftir þáttinn og ég sagði honum hversu þýðingarmikið það var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham reynir að fá Dele Alli

Wrexham reynir að fá Dele Alli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Í gær

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið