Það vakti athygli í gær þegar UEFA opinberaði lið sitt fyrir 2019, um var að ræða lið ársins sem knattspyrnuáhugafólk gat kosið um.
Það vakti athygli að kerfið 4-2-4 var spilað en það er ekki algengt að slíkt kerfi sé spilað.
Ástæðan er einföld, Cristiano Ronaldo endaði í fjórða sæti þegar kom að atkvæðum framherja en lagt var upp með að spila 4-3-3.
Ronaldo endaði hins vegar fyrir aftan Lionel Messi, Sadio Mane og Robert Lewandowski. Þá ákvað UEFA að breyta öllu svo að Ronaldo kæmist í liðið.
Liðið má sjá hér að neðan.