Ást fólks á knattspyrnuliði fer oft út í öfgar og það má segja að einn slíkur maður sé í Rotterdam í Hollandi. Maðurinn elskar Feyenoord, félagið í borginni afar heitt.
Lög og reglur í Hollandi banna það að hægt sé að skíra börn, nöfnum sem ekki eiga við. Eins og á Íslandi þar sem mannanafnanefnd ákveður hvaða nöfn séu við hæfi.
Maðurinn vildi ólmur skíra sinn nýjasta son í höfuðið á Feyenoord og ákvað því að fara með konu sína til Belgíu þegar hún var við það að eiga, með þessu gat maðurinn skírt son sinn Feyenoord.
Sonurinn fékk nafnið Bryan Feyenoord en skömmu eftir skírnina ákváðu foreldrarnir að skilja. ,,Hollendingar banna svona nöfn. Unnusta mín á þeim tíma varð að fara tl Belgíu, svo ég gæti skírt hann Feyenoord,“ sagði maðurinn við hollenska miðla.
Eldri sonur hans varð heimsfrægur fyrir nokkrum árum, þegar hann gaf puttann á heimavelli Feyenoord.
,,Hann varð frægur fyrir að gefa fingurinn, það hafa allir séð þessa mynd,“ sagði maðurinn stoltur.