fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Wenger fundaði með Alberti og Gumma Ben: Full umslög af peningum og hraunað yfir leikmenn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2019 21:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestur 90 mínútna þessa vikuna er Albert Guðmundsson, sem er aðeins 22 ára gamall en hefur lengi verið í sviðsljósinu, hann hefur spilað fyrir þrjú félög í atvinnumennsku og er hluti af íslenska landsliðinu.

Hann hafnaði Arsenal sem ungur drengur og fór á reynslu til Liverpool. Hann leikur með AZ Alkmaar í Hollandi en á sér stóra drauma. ,,Ég sá aldrei neitt tilboð frá Liverpool. Tilboðið kom seinna og ég var búinn að ákveða að fara til Heerenveen,“ sagði Albert sem gekk í raðir Heerenveen í Hollandi árið 2013, þá 16 ára gamall.

Arsene Wenger, var stjóri Arsenal þegar félagið vildi reyna að semja við Albert. Hann fór í nokkur skipti á reynslu til félagsins og fundaði með Wenger. Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts var með á fundinum.

,,Ég mætti einu sinni á skrifstofu hjá Wenger. Það var ekkert til að sannfæra mig, bara til að bjóða mig velkominn. Hann tók mig og pabba upp á skrifstofu, tók í hendina á okkur og sagðist muna eftir langafa mínum,“ sagði Albert í þættinum.

Einn starfsmaður Wenger, var hins vegar harðhaus sem var í stuði þegar Albert var á svæðinu. ,,Ég man eftir Liam Brady sem var þá starfsmaður hjá Arsenal en hann var harður í horn að taka.“

,,Ég man eftir tveimur leikjum, í einum leik unnum við Chelsea þegar ég var á reynslu 3-0 og hann var svo ótrúlega sáttur með alla í liðinu og eftir leik þá mætti hann með svona 20 umslög full af peningum sem allir fengu. Við máttum fara að eyða því í eitthvað.“

Það var hins vegar ekki alltaf dans á rósum hjá Brady, hann las yfir Alberti og leikmönnum Arsenal.

,,Svo var annar leikur þar sem við gátum ekki neitt og hann hraunaði yfir okkur eftir leik. Hann kom bara inn í klefa til að hrauna yfir okkur.“

,,Svo daginn eftir tók hann mig inn á skrifstofu, ég var ekki einu sinni samningsbundinn og var hliðina á pabba mínum en hann tók mig samt inn á skrifstofu og hraunaði yfir mig.“

Viðtalið við Albert er hér að neðan, hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík