Matt Jansen, átti að verða stórstjarna í enskum fótbolta og allt stefndi í það. Það var hins vegar sumarið 2002 sem allt tók breytingum, Jansen lenti í slysi á vespu og var nær dauða en lífi. Hann var staddur í Róm á Ítalíu.
Hann reyndi að spila fótbolta eftir slysið en var ekki sami maður, Jansen lék með Blackburn á þeim tíma. Fyrir slysið vildu Manchester United og Juventus kaupa hann.
Eftir slysið varð Jansen þunglyndur, hann íhugaði að taka eigið líf og drakk áfengi nánast daglega.
,,Ég íhugaði að taka eigið líf, ég drakk mikið og eitt kvöldið sturtaði ég pillum í mig. Ég var þunglyndur,“ sagði Jansen.
,,Ég vaknaði í lagi, ég var ekki nógu harður til að takast á við svona. Þetta var mín leið til að biðja um hjáp.“
,,Ég fór á dimman stað, ég gat ekki höndlað þetta. Það kom ekkert upp í rannsóknum, varðandi meiðslin.“
Eiginkona hans Lucy, stóð með honum í gegnum slæmu tímana. ,,Ég man eftir einu kvöldi þar sem Lucy var hjá foreldrum sínum. Ég ætlaði að keyra þangað dauðadrukkinn, faðir hennar hringdi á lögregluna sem kom til mín og stoppaði það.“