fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Lukaku og liðsfélagi í harkalegum deilum – Sanchez kom í veg fyrir slagmál

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku hefur byrjað feril sinn hjá Inter með ágætum, hann hefur hins vegar náð að gera einn liðsfélaga sinn alveg brjálaðan.

Lukaku og Marcelo Brozovic rifust harkalega í vikunni og þurfti að fara á milli þeirra, svo höggin færu ekki að fljúga þeirra á milli.

Lukaku gagnrýndi Brozovic harkalega í klefanum eftir 1-1 jafntefli við Slavía Prag í Meistaradeildinni. Hann sagði miðjumanninn frá Króatíu ekki fylgja leikplani Antonio Conte, og að hann væri að missa boltann alltof oft.

Brozovic svaraði fyrir sig og minnti Lukaku á það að hann hefði klikkað á dauðafæri, í uppbótatíma. Sem hefði getað tryggt Inter sigur.

Þá sauð allt upp úr og Alexis Sanchez, sóknarmaður Inter fór á milli þeirra svo ekki yrðu harkalega slagsmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“