fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 17. september 2019 20:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark Vals um helgina er liðið mætti Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna.

Fanndís kom Val yfir í fyrri hálfleik og hefði það mark dugað liðinu til að tryggja meistaratitilinn.

Blikar jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og þurfa Valsstúlkur að bíða – þær grænu eiga þó enn smá möguleika.

Fanndís er fyrrum leikmaður Breiðabliks en hún ákvað að semja við Val eftir stutt stopp í atvinnumennsku.

Stuðningsmenn Breiðabliks tóku ekki vel í þá ákvörðun og var baulað á Fanndísi í leiknum um helgina.

Margir segja að það sé fyrir neðan allar hellur að baula á Fanndísi sem var frábær fyrir Val á sínum tíma.

Það var rætt um þetta mál í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þar sem Hjörvar Hafliðason, Mikael Nikulásson og Kristján Óli Sigurðsson töluðu sín á milli.

Mikael er á því máli að það sé ekkert að því að baula á Fanndísi sem fékk eflaust betri laun hjá Val en hjá Blikum.

,,Er þetta bara því þetta er í kvennabolta? Er ekki allt í lagi að púa aðeins á hana þarna?“ sagði Mikael.

,,Hún fór ekki í Breiðablik, hún tók seðlana fram yfir á Hlíðarenda. Reyndar að fara að taka titilinn. Breiðablik vann í fyrra og þá var hún í Val.“

,,Þeir eru bara ósáttir með það, helstu stuðningsmenn Blika að hún hafi tekið seðlana fram yfir hjartað.“

Þáttinn má heyra í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára