fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Óli Þórðar hringdi í Ólaf vegna sögusagna: „Það eru bara aumingjar sem koma heim“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, er í skemmilegu spjalli við Jóhann Skúli. Um er að ræða hlaðvarpsþáttinn, Draumaliðið.

Þar velur Ólafur sína bestu samherja á ferlinum og segir skemmtilegar sögu. Árið 2004 var Ólafur í herbúðum Arsenal og sögusagnir voru um að hann kæmi til Íslands á láni.

,,Ég var í brasi 2004, með varaliðinu bara. Þá voru kjaftasögur um heimkomu en ég var lítið að spá í því,“ sagði Ólafur í þættinum.

Ólafur Þórðarson, þá þjálfari ÍA ákvað að hringja í Ólaf og skilaboðin voru einföld, eins og Óla er lagið.

,,Einn daginn hringir síminn, þá var það Óli Þórðar. Þá hafði hann heyrt af því að það væri eitthvað hugsanlegt. Hann hringir og ég segi að hann sé pottþétt að reyna að fá mig í ÍA, eða eitthvað. Ég hafði unnið með honum í U21 og þekkti hann mjög vel.“

,,Hann spurði mig hvort ég væri á leið heim og ég sagðist ekki vita það, þá kom, “Það eru bara aumingjar sem koma heim“. Hann sagði mér að vera áfram úti, hann gaf mér spark í rassinn. Mér datt ekkert í hug að koma heim þá, það kom ekki upp af neinni alvöru.“

Skilboðin til Ólafs frá Óla Þórðar virðasta hafa náð vel í gegn enda snéri Ólafur Ingi ekki aftur heim til Íslands fyrr en árið 2018, 13 árum eftir símtalið.

Viðtalið við Ólaf er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík