fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Jói Kalli telur að dómarinn hafi séð bæði atvik en ekki þorað að dæma víti á FH

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. ágúst 2019 21:18

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var svekktur eftir 1-0 tap gegn FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Sigurmark FH kom seint í leiknum en Skagamenn voru sterkari aðili framan af.

,,Steven Lennon, var það sem skipti máli. Þeir voru heppnir hvernig boltinn datt með honum, gríðarlega svekktur að fá ekkert úr þessum leik. Við vorum frábærir,“ sagði Jóhannes Karl við Stöð2 Sport eftir leik.

,,FH skapaði sér ekki neitt, boltinn datt fyrir Lennon. Við fengum 3-4 dauðafæri, þar sem við náum ekki að koma boltanum yfir línuna. Ef allt hefði verið eðlilegt hefðum við verið með forystu í hálfleik.“

Jóhannes Karl vildi fá tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri í fyrri hálfleik og svo seint í leiknum.

,,FH vörðu með hendi á fjær, dómarinn segist ekki hafa séð það. Dómari sem á að staðsetja sig nokkuð nálægt, í seinni hálfleik gerir Brynjar stóra tilraun til að stoppa skot með olnboga. Setur hendina út, ég er ósáttur með það. Ég held að dómarinn hafi séð það en ekki þorað að dæma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða