fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Ótrúlegt tap Manchester United á Old Trafford – Rashford klikkaði á punktinum

Victor Pálsson
Laugardaginn 24. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu í dag er liðið mætti Crystal Palace á Old Trafford.

Palace komst óvænt yfir gegn gangi leiksins í dag með marki frá Jordan Ayew í fyrri hálfleik.

United var þó með öll völd á vellinum og fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik. Marcus Rashford steig á punktinn en skaut í stöngina.

Hinn ungi Daniel James jafnaði svo metin fyrir United en hann skoraði svo frábært jöfnunarmark á 89. mínútu.

Það var svo Patrick van Aanholt sem tryggði Palace óvænt sigur með marki í uppbótartíma en David de Gea gerði sig sekan um slæm mistök í skotinu.

West Ham er vaknað eftir erfiða byrjun en liðið mætti Watford á útivelli í dag og vann 3-1 sigur.

Sebastian Haller, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, skoraði tvö mörk fyrir gestina í sigrinum.

Leicester vann þá 2-1 sigur á Sheffield United og Southampton lagði Brighton, 2-0.

Manchester United 1-2 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew(34′)
1-1 Daniel James(89′)
1-2 Patrick van Aanholt(93′)

Watford 1-3 West Ham
0-1 Mark Noble(víti, 3′)
1-1 Andre Gray(17′)
1-2 Sebastian Haller(64′)
1-3 Sebastian Haller(73′)

Sheffield United 1-2 Leicester
0-1 Jamie Vardy(38′)
1-1 Ollie McBurnie(62′)
1-2 Harvey Barnes(70′)

Brighton 0-2 Southampton
0-1 Moussa Djenepo(55′)
0-2 Nathan Redmond(90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt

Ronaldo og félagar vilja ungstirni Börsunga óvænt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins

Erkifjendurnir eiga báðir fulltrúa í verðlaunum mánaðarins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann

United skoðar að spila fjölda æfingaleikja til að safna auri í kassann
433Sport
Fyrir 3 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“