fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Stórstjarna lánaði eiginkonu Guðna karaoke græju en „rændi“ síðan bílnum hans

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 13:00

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ er í skemmtilegu spjalli í hlaðvarpsþættinum, Draumaliðið. Þar velur hann besta liðið frá ferli sínum.

Guðni átti frábæran feril sem leikmaður, hann lék með Tottenham og Bolton á Englandi. Hjá Tottenham lék hann með einum fremsta knattspyrnumanni í sögu Englands, Paul Gascoigne.

Í seinni tíð hefur einkalíf Gascoigne mikið verið til umfjöllunnar, hann hefur glímt við harða baráttu við alkóhólisma. Guðni valdi Gascoigne í draumalið sitt en sagði skemmtilega sögur af honum.

,,Ég má ekki segja frá þessum bestu sögum, hann var svo ljúfur,“ sagði Guðni við Jóhann Skúla sem stýrir þættinum.

Guðni og Gascoigne bjuggu lengi vel saman á hóteli í London en hann var alltaf að hugsa um fólkið í kringum sig. ,,Ég man að ég var að fara í útileik með liðinu, þá hafði hann áhyggjur af Ellu konunni minni. Hann átti karaoke græju sem hann vildi lána henni, hann var hugulsamur.“

Gascoigne var óútreiknanlegur, í eitt skiptið fékk hann bílinn hans Guðna að láni. Honum var ekki skilað á tíma.

,,Svo komu fáránlegir hlutir eins og þegar hann fékk lánaðan bíl hjá mér, þá voru ekki neinir farsímar eða neitt. Hann ætlaði að skjótast, svo heyrðum við ekki í honum í 3-4 daga. Svo kom hann til baka með ensku landsliðstreyjuna og konfekt kassa. Þetta var rosalega ljúfur strákur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz

Vill ekki snúa aftur til Chelsea – Er orðinn besti vinur Luis Diaz
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land

Vill sækja fleiri fyrrum leikmenn Arsenal norður í land
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga