Það var mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar níu leikir fóru fram. Umferðin klárast með leik Wolves og Manchester United í kvöld.
Everton með Gylfa Þór Sigurðsson vann fínan sigur á Watford en Arsenal vann Burnley.
Liverpool vann góðan sigur á Southampton en Tottenham sótti stig á útivöll gegn Manchester City.
Jamie Redknapp hefur valið lið helgarinnar í enska sem má sjá hér að neðan.