Liverpool nældi í sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Southampton á St. Mary’s vellinum.
Sadio Mane var heitur í dag en hann skoraði fyrra mark Liverpool og lagði upp það seinna á Roberto Firmino.
Danny Ings fyrrum leikmaður Liverpool lagaði stöðuna fyrir heimamenn undir lokin en lokastaðan, 2-1.
Teemu Pukki, Finninn fljúgandi, var stórkostlegur gegn Newcastle og gerði þrennu fyrir lið Norwich.
Norwich vann Newcastle 3-1 á heimavelli og skoraði Pukki öll mörk nýliðana í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir lið Everton sem vann Watford 1-0, Bernard skoraði markið.
Brighton og West Ham gerðu þá 1-1 jafntefli og Bournemouth vann Aston Villa 2-1 á útivelli.
Southampton 1-2 Liverpool
0-1 Sadio Mane(45′)
0-2 Roberto Firmino(71′)
1-2 Danny Ings(83′)
Norwich 3-1 Newcastle
1-0 Teemu Pukki(32′)
2-0 Teemu Pukki(63′)
3-0 Teemu Pukki(75′)
3-1 Jonjo Shelvey(94′)
Everton 1-0 Watford
1-0 Bernard(10′)
Brighton 1-1 West Ham
0-1 Chicharito(61′)
1-1 Leandro Trossard(65′)
Aston Villa 1-2 Bournemouth
0-1 Josh King(víti, 2′)
0-2 Harry Wilson(12′)
1-2 Douglas Luiz(71′)