Manchester United hefur frumsýnt nýjan varabúning félagsins en um er að ræða þriðju treyjuna.
Treyjan verður líklega ekki notuð oft í vetur en hún er til heiðurs því, að 110 ár eru frá því að United vann enska bikarinn fyrst.
Treyjan er svört með rauðu merki og hefur vakið ágætis viðbrögð.
Treyjusala er stór tekjulind fyrir stærstu félög í heimi og fá félög selja jafn mikið og Manchester United.
Treyjuna má sjá hér að neðan.