fbpx
Þriðjudagur 24.september 2019  |
433Sport

Kári Árna: Dómarinn heyrði eitthvað hljóð og dæmir, þetta var glórulaust

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 21:26

Mynd: Eyþór Árnason Kári Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason er mættur aftur heim í Pepsi Max-deildina en hann spilaði með Víkingum gegn FH í kvöld.

Eitt mark var skorað í Kaplakrika en Brandur Olsen gerði það fyrir FH beint úr aukaspyrnu.

Kári var sáttur með spilamennsku liðsins en segir að aukaspyrnudómurinn hafi verið glórulaus.

,,Þetta var í lagi fyrir utan kannski fyrstu tvær mínúturnar, manni leið bara vel á vellinum,“ sagði Kári við Stöð 2 Sport.

,,Við áttum þennan leik með húð og hári og áttum skilið meira en við nýtum ekki færin og þá gerist svona.“

,,Lokasendingin var ekki nógu nákvæm og endar í fanginu á markmanninum frekar en í löppunum á okkur. Þetta var ósanngjarnt, við áttum ekki að tapa þessum leik.“

,,Ég held að enginn hafi verið ánægður með þessa aukaspyrnu. Júlli nær boltanum og svo sparkar hann eitthvað í hann og dómarinn heyrir eitthvað hljóð og ákveður að dæma aukaspyrnu, þetta var glórulaust.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óttast að Mino Raiola geti komið í veg fyrir að nýja stjarnan komi til United

Óttast að Mino Raiola geti komið í veg fyrir að nýja stjarnan komi til United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eyddi færslu eftir slæm viðbrögð: Rasismi eða vinalegt grín?

Eyddi færslu eftir slæm viðbrögð: Rasismi eða vinalegt grín?
433Sport
Í gær

Pogba borgar rúmar 2 milljónir fyrir hund: Á að verja heimilið og fjölskylduna

Pogba borgar rúmar 2 milljónir fyrir hund: Á að verja heimilið og fjölskylduna
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Hefði getað drepið leikmann um helgina – Mætti vopnaður til leiks

Sjáðu myndina: Hefði getað drepið leikmann um helgina – Mætti vopnaður til leiks