fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Hermann Hreiðarsson í viðræðum við lið á Englandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Hermann Hreiðarsson er í viðræðum við enska félagið Macclesfield þessa stundina samkvæmt heimildum 433.is.

Hermann lagði skóna á hilluna árið 2014 en hefur síðan þá tekið að sér nokkur þjálfarastörf.

Hann var síðast hjá liði Kerala Blasters í Indlandi og starfaði við hlið David James en þeir voru samherjar hjá Portsmouth sem og ÍBV.

Hermann þekkir stjóra Macclesfield vel en þar er Sol Campbell við stjórnvölin. Þeir léku einnig saman hjá Portsmouth.

Macclesfield hefur verið í fréttunum undanfarið en félagið er í miklum fjárhagsvandræðum og hafa leikmenn kvartað yfir því að fá ekki greidd laun.

Campbell tók sjálfur við liðinu á síðasta tímabili og tókst að bjarga liðinu frá falli.

Campbell er fyrrum enskur landsliðsmaður og ku hafa áhuga á því að vinna með Hermanni næsta vetur.

Hermann er 44 ára gamall í dag en hann hefur þjálfað karla og kvennalið Fylkis og var aðalþjálfari ÍBV sumarið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“

Sancho tjáir sig um framtíðina: ,,Ég bara hef ekki hugmynd“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Í gær

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf