fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Hann á inni eina skitu á Hlíðarenda: ,,Ef það er eitthvað sem gerist þá segir hann upp störfum“

Victor Pálsson
Mánudaginn 3. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og allir vita þá hefur gengið illa hjá liði Vals í sumar en íslandsmeistararnir sitja í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Valur tapaði 2-1 gegn Stjörnunni í sjöundu umferð í gær og bendir ekkert til þess að liðið ætli að rétta úr kútnum.

Það var rætt gengi Vals í hlaðvarpsþættinum Sóknin í dag en þar fóru Hörður Snævar Jónsson og Hrafn Norðdahl yfir málin.

Hrafn byrjar á því að nefna vörn Valsmanna sem míglekur þessa stundina. Vörnin er sú sama og í fyrra þrátt fyrir breytingar sóknarlega.

,,Við vissum að sóknarlínan var að fara út það kemur ný í staðinn svo það kemur endilega ekki á óvart að það væri erfitt að skora mörk,“ sagði Hrafn.

,,Það sem kemur mér mest á óvart er að vörnin míglekur. Eiður Aron er skugginn af sjálfum sér og Orri dettur út í gær, það er það sem mér finnst skrítið.“

,,Þeir eiga að vera búnir að spila sig saman þessir gæjar sem voru inná í gær en það er ekkert í gangi í vörninni.“

Hörður ræðir svo þjálfarann Ólaf Jóhannesson og telur að það séu hins vegar engar líkur á því að hann verði rekinn.

,,Það er lítill taktur í varnarleik Vals. Menn eru farnir að velta fyrir sér stöðu Ólafs Jóhannessonar en það er ljóst að hann verður aldrei rekinn frá Val.“

,,Hann hefur unnið fjóra titla á fjórum árum og á inni eina skitu ef svo má að orði komast. Ef það er eitthvað sem gerist er að Ólafur Jóhannesson segi upp störfum. Ég held að það sé eini möguleikinn, ef hann telur sig ekki ná til leikmanna eða geta breytt þessari vondu stöðu sem Valur er í þegar 1/3 af mótinu er búinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
París heillar Pogba

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Í gær

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Í gær

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“
433Sport
Í gær

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“

Standa saman eftir andlát George Floyd: „Ég er nokkuð viss um að apar eru gáfaðri en rasistar“
433Sport
Í gær

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk

Ótrúlegt ævintýri hófst á Akranesi árið 1955 og er enn að gefa af sér afreksfólk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt tíðindi – Dion snýr aftur í Laugardalinn

Óvænt tíðindi – Dion snýr aftur í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp byrjaður að undirbúa næstu leiktíð

Klopp byrjaður að undirbúa næstu leiktíð