Sunnudagur 23.febrúar 2020
433Sport

Skúli nánast með tárin í augunum: ,,Ég hélt á tímabili að þetta væri bara búið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. júní 2019 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Jón Friðgeirsson sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í dag er lið KR og FH mættust í Pepsi Max-deild karla.

Skúli hafði ekkert spilað á leiktíðinni en hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsli áður en deildin fór af stað.

Skúli kom við sögu í 2-1 sigri KR í kvöld og var það mikill léttir fyrir hann persónulega.

,,Mér líður ógeðslega vel. Þetta er mjög mikill léttir, ég átti erfitt með mig eftir leik. Ég hélt á tímabili að þetta væri bara búið,“ sagði Skúli.

,,Þetta er ofboðslega sætt fyrir mig persónulega og það er frábært að koma inn í liðið á þessum tímapunkti þegar gengur vel.“

,,Það er erfitt þegar þetta er tekið af okkur án þess að við höfum eitthvað við því að segja. Á tímabili var þetta mjög erfitt andlega svo það er mjög ljúft að vera kominn aftur á völlinn.“

,,Það er mjög gaman að vera í KR í dag. Það gerir það auðveldara fyrir að koma inn í þetta núna þegar allir eru að spila vel og það er engin pressa á að troða mér inn í liðið og svoleiðis. Ég er kannski ekki í besta forminu eftir tveggja mánaða pásu en ég get unnið mig inn í þetta og vonandi hjálpað til.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik í Serie A – Dramatískt jafntefli

Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik í Serie A – Dramatískt jafntefli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu magnað mark Messi fyrir Barcelona

Sjáðu magnað mark Messi fyrir Barcelona
433Sport
Í gær

Hafnaði því að fara til Liverpool í janúar

Hafnaði því að fara til Liverpool í janúar
433Sport
Í gær

Rangar fréttir af Kolbeini í Svíþjóð í gær: „Hefur ekki náð þessum skít úr sér“

Rangar fréttir af Kolbeini í Svíþjóð í gær: „Hefur ekki náð þessum skít úr sér“