fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
433Sport

Plús og mínus: Besta skipting sumarsins

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann gríðarlega sterkan sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið mætti Stjörnunni í Garðabænum.

Eftir að hafa lent 1-0 undir þá sneru Blikarnir leiknum sér í vil og unnu 3-1 sigur.

Aron Bjarnason, Guðjón Pétur Lýðsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörkin fyrir þá grænu í endurkomunni.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Svar Blika við marki Stjörnunnar var geggjað. Það var bara eitt lið á vellinum eftir að Ævar Ingi hafði komið heimamönnum yfir.

Aron Bjarnason var stórkostlegur eftir að hafa komið inná. Það kom á óvart að hann væri á bekknum í kvöld en hann tók yfir leikinn eftir að hafa komið við sögu í seinni hálfleik. Stjörnumenn réðu ekkert við hann. Þetta var besta skipting sumarsins.

Fyrstu tvö mörk Blika voru STÓRKOSTLEG. Það fyrra skoraði Aron með geggjuðu skoti fyrir utan teig og það seinna gerði Guðjón Pétur Lýðsson beint úr aukaspyrnu.

Þrátt fyrir að vera 2-1 yfir þá voru Blikar enn hættulegra liðið. Stjörnumenn virtust bara vera alveg búnir á því og gestirnir nýttu sér það.

Mínus:

Það var eins og allt líf færi úr Stjörnunni eftir markið sem kom þeim yfir. Féllu langt til baka og ógnuðu ekki neitt.

Miðja liðsins var heilt yfir slök og voru Blikar í litlum vandræðum með að spila sig í gegn eða sækja hratt.

Útlitið er bara alls ekkert gott í Garðabænum. Stjarnan er í sjöunda sæti deildarinnar, sjö stigum á efti Blikum sem eru á toppnum.

Hvar er þessi baráttuandi í Stjörnuliðinu? Maður verður að spyrja sig hvort Rúnar Páll sé búinn að ná að kreista allt mögulegt úr þessu liði.

Þeir virtust bara gefast upp. Það á ekki að vera svona mikill munur á liðunum en Breiðablik átti sigurinn klárlega skilið.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Konunglegt foreldrafrí
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni

Sjáðu myndina: Ný treyja Englandsmeistarana fær mikla gagnrýni
433Sport
Í gær

Barcelona skuldar ótrúlega upphæð: Hvernig hafa þeir efni á honum?

Barcelona skuldar ótrúlega upphæð: Hvernig hafa þeir efni á honum?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar: Komst inn á völlinn og lét stjórann heyra það – Svona brást hann við

Sjáðu myndirnar: Komst inn á völlinn og lét stjórann heyra það – Svona brást hann við
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gary Martin bálreiður á Twitter og svaraði Lucas: ,,Ættir að gefast upp á að fylgjast með fótbolta“

Gary Martin bálreiður á Twitter og svaraði Lucas: ,,Ættir að gefast upp á að fylgjast með fótbolta“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Dóttir hennar var yfir sig ásftangin og sætti sig við það ótrúlega: ,,Ég dó næstum þegar þau sögðu mér frá þessu“

Dóttir hennar var yfir sig ásftangin og sætti sig við það ótrúlega: ,,Ég dó næstum þegar þau sögðu mér frá þessu“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Albert fór illa með mömmu sína: Fékk gríðarlega pirrandi símtal – ,,Hún kenndi mér alltaf um“

Albert fór illa með mömmu sína: Fékk gríðarlega pirrandi símtal – ,,Hún kenndi mér alltaf um“