fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Plús og mínus: Besta skipting sumarsins

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann gríðarlega sterkan sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið mætti Stjörnunni í Garðabænum.

Eftir að hafa lent 1-0 undir þá sneru Blikarnir leiknum sér í vil og unnu 3-1 sigur.

Aron Bjarnason, Guðjón Pétur Lýðsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörkin fyrir þá grænu í endurkomunni.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Svar Blika við marki Stjörnunnar var geggjað. Það var bara eitt lið á vellinum eftir að Ævar Ingi hafði komið heimamönnum yfir.

Aron Bjarnason var stórkostlegur eftir að hafa komið inná. Það kom á óvart að hann væri á bekknum í kvöld en hann tók yfir leikinn eftir að hafa komið við sögu í seinni hálfleik. Stjörnumenn réðu ekkert við hann. Þetta var besta skipting sumarsins.

Fyrstu tvö mörk Blika voru STÓRKOSTLEG. Það fyrra skoraði Aron með geggjuðu skoti fyrir utan teig og það seinna gerði Guðjón Pétur Lýðsson beint úr aukaspyrnu.

Þrátt fyrir að vera 2-1 yfir þá voru Blikar enn hættulegra liðið. Stjörnumenn virtust bara vera alveg búnir á því og gestirnir nýttu sér það.

Mínus:

Það var eins og allt líf færi úr Stjörnunni eftir markið sem kom þeim yfir. Féllu langt til baka og ógnuðu ekki neitt.

Miðja liðsins var heilt yfir slök og voru Blikar í litlum vandræðum með að spila sig í gegn eða sækja hratt.

Útlitið er bara alls ekkert gott í Garðabænum. Stjarnan er í sjöunda sæti deildarinnar, sjö stigum á efti Blikum sem eru á toppnum.

Hvar er þessi baráttuandi í Stjörnuliðinu? Maður verður að spyrja sig hvort Rúnar Páll sé búinn að ná að kreista allt mögulegt úr þessu liði.

Þeir virtust bara gefast upp. Það á ekki að vera svona mikill munur á liðunum en Breiðablik átti sigurinn klárlega skilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu