fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
433Sport

Jói Kalli: Þetta var dýfa

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir tap liðsins gegn KR.

ÍA tapaði 3-1 á heimavelli en liðið lenti 2-0 undir á stuttum kafla í fyrri hálfleik, það fyrra kom úr víti.

Jói Kalli var ekki ánægður með þá ákvörðun en hann vill meina að Kristinn Jónsson hafi látið sig falla innan teigs.

,,Við hleyptum KR ódýrt inn í leikinn. Við ætluðum að vera þéttari og öflugri í varnarleiknum en það breytir því ekki að KR fær gefins víti, mér fannst þetta bara vera dýfa,“ sagði Jói Kalli.

,,Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó að leikurinn hafi verið þokkalega dæmdur. Þetta var aldrei víti að mínu mati og það var erfitt að kyngja því. Svo fáum við 2-0 markið á okkur í andlitið og það var erfið byrjun á leiknum.“

,,Við vissum að KR yrðu þéttir til baka, þeir hafa verið það í öllum sínum leikjum. Þeir ætla ekki að fá á sig mörk og eru með gæði fram á við, Óskar Örn er einn af þeim. Við áttum ekki góðan dag.“

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Ronaldo hitti manninn sem kom ferlinum af stað – Tilfinningarík stund

Sjáðu myndirnar: Ronaldo hitti manninn sem kom ferlinum af stað – Tilfinningarík stund
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór: Nú vonumst við eftir kraftaverki

Gylfi Þór: Nú vonumst við eftir kraftaverki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hamren súr á svip: ,,Frakkar gerðu ekki það sem þeir þurftu að gera“

Hamren súr á svip: ,,Frakkar gerðu ekki það sem þeir þurftu að gera“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjóðin eftir leik: Sjáðu dómarann öskra á Arnór – Fær bara myndir af eyjum

Þjóðin eftir leik: Sjáðu dómarann öskra á Arnór – Fær bara myndir af eyjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Það sem þjóðin hafði að segja: ,,Nafn sem klikkar aldrei“

Það sem þjóðin hafði að segja: ,,Nafn sem klikkar aldrei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikur Englands stöðvaður vegna rasisma – Gæti verið flautaður af

Leikur Englands stöðvaður vegna rasisma – Gæti verið flautaður af