fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Jói Kalli: Þetta var dýfa

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. júní 2019 18:09

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir tap liðsins gegn KR.

ÍA tapaði 3-1 á heimavelli en liðið lenti 2-0 undir á stuttum kafla í fyrri hálfleik, það fyrra kom úr víti.

Jói Kalli var ekki ánægður með þá ákvörðun en hann vill meina að Kristinn Jónsson hafi látið sig falla innan teigs.

,,Við hleyptum KR ódýrt inn í leikinn. Við ætluðum að vera þéttari og öflugri í varnarleiknum en það breytir því ekki að KR fær gefins víti, mér fannst þetta bara vera dýfa,“ sagði Jói Kalli.

,,Dómarinn gerði ekki vel í því atviki þó að leikurinn hafi verið þokkalega dæmdur. Þetta var aldrei víti að mínu mati og það var erfitt að kyngja því. Svo fáum við 2-0 markið á okkur í andlitið og það var erfið byrjun á leiknum.“

,,Við vissum að KR yrðu þéttir til baka, þeir hafa verið það í öllum sínum leikjum. Þeir ætla ekki að fá á sig mörk og eru með gæði fram á við, Óskar Örn er einn af þeim. Við áttum ekki góðan dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða