fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Stórstjarna mætti á klakann: Tapaði áhuganum fljótt – ,,Ég vorkenndi honum því hann vissi ekki betur“

433
Laugardaginn 25. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir góðir knattspyrnumenn sem hafa leikið hér á landi bæði í meistaraflokki karla og kvenna.

Sumir leikmenn eru þó þekktari en aðrir og ætlum við hér á 433.is að fjalla aðeins um söguleg skipti í íslenskri knattspyrnu.

Það eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað á meðal þeirra bestu en undir lok ferilsins ákváðu þeir að reyna fyrir sér á nýjum stað.

Það er alltaf freistandi að takast á við nýjar áskoranir á spennandi stað þó að deildin hér á landi sé ekki á meðal þeirra bestu í Evrópu.

Maðurinn sem við ræðum um í dag er hinn frábæri Lee Sharpe sem stoppaði stutt hjá Grindavík árið 2003.

Sharpe var á sínum tíma landsliðsmaður Englands og lék lengst með stórliði Manchester United. Hann lék átta landsleiki fyrir England.

Félagaskipti sem komu mörgum á óvart – ,,Lítill bær en það er ekkert vandamál“

Sharpe var alls ekki kominn á elliárin er hann samdi við Grindavík en hann var þá 31 árs gamall en ferill hans á töluverðri niðurleið.

,,Ég er farinn að hlakka mikið til að spila með Grindavík enda fékk ég frábærar viðtökur þegar ég kom hingað á dögunum,“ sagði Sharpe um félagaskiptin.

,,Strákarnir í liðinu tóku mér vel og það verður gaman að spila með þeim. Bærinn er lítill en það er ekkert vandamál.“

Sharpe lék með United frá 1988 til 1996 og spilaði alls 193 deildarleiki og skoraði 21 mark.

Miðjumaðurinn yfirgaf svo United fyrir Leeds þar sem meiðsli settu strik í reikninginn. Hann kostaði liðið 4,5 milljónir punda sem var gríðarlega há upphæð á þeim tíma.

Sharpe var á mála hjá Leeds í þrjú ár. Hann lék síðar með Sampdoria, Bradford City, Portsmouth og Exeter.

Stoppaði stutt og braut agareglur – ,,Hann vissi ekki betur“

Sumarið 2003 ákvað Sharpe svo að taka skrefið til Íslands. Stuttu seinna gaf hann það út að skórnir væru farnir á hilluna. Hann lék aðeins sjö leiki með Grindavík í efstu deild.

,,Ég hef tapað áhuganum á íþróttinni. Það gerðist ekki í síðustu viku heldur hefur þetta verið að gerjast í mér ansi lengi,“ sagði Sharpe eftir þessa ákvörðun.

Hann braut áfengisreglur í herbúðum Grindvíkinga. Hann neitaði þó fyrir það að það væri ástæðan fyrir ákvörðuninni.

,,Það var föstudagskvöld og við fengum okkur bjór heima hjá einum leikmanna liðsins. Við spiluðum um sama kvöld og áttum aftur leik á þriðjudag.“

,,Ég vissi ekki að það væri viku áfengisbann sem við brutum. Ég hélt að þetta væri eins og á Englandi þar sem er í lagi að fá sér bjór tveim dögum fyrir leik en það er ekki ástæðan fyrir því að ég fór heim.“

Gauti Dagbjartsson sá um að koma Sharpe til landsins á sínum tíma og kenndi sjálfum sér um að leikmaðurinn hefði brotið reglur.

,,Þetta er allt mér að kenna. Ég sagði honum aldrei frá áfengisbanninu. Hinir vissi upp á sig sökina en ég vorkenndi Sharpe því hann vissi ekki betur.“

Sharpe sneri svo aftur á völlinn um ári síðar en hann lék þá með smáliði Garforth Town í heimalandinu í eitt tímabil.

Glæstur ferill og titlarnir voru ófáir

Það er óhætt að segja að Sharpe hafi þó átt glæstan feril og vann til að mynda ensku úrvalsdeildina þrisvar með United. Einnig vann hann Evrópudeildina árið 1991.

Sharpe var gríðarlega efnilegur leikmaður í röðum United og var valinn ungi leikmaður ársins á Englandi tímabilið 1990-1991.

Sharpe hefur undanfarin ár unnið í sjónvarpi. Hann hefur á meðal annars starfað sem sérfræðingur fyrir ESPN. Einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum raunveruleikaþáttum.

Árið 2005 gaf Sharpe út bókina ‘My Idea of Fun’ en þar fór hann yfir knattspyrnuferilinn og því sem fylgdi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikur ÍA og Fylkis færður inn í höll – Enginn leikur á grasi í þriðju umferð

Leikur ÍA og Fylkis færður inn í höll – Enginn leikur á grasi í þriðju umferð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði