fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |
433Sport

Reynir Valur að semja um starfslok við Gary? – Gæti verið dýr pakki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. maí 2019 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur reynir að semja við Gary Martin um starfsflok við félagið. Fótbolti.net segir frá.

Gary hefur ekki fengið að æfa með Val frá því að 433.is greindi frá því að félagið vildi losna við hann.

Tíðindin koma talsvert á óvart því ekki eru nema rúmir fjórir mánuðir síðan að Valur setti allt sitt traust á breska framherjann. ,,Ég er búinn að tilkynna honum að hann megi finna sér nýtt félag, Gary er fínn drengur og búinn að standa sig vel. Hann hentar ekki okkar leikstíl,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals í samtali við 433.is.

Þetta er í eina skiptið sem Ólafur hefur tjáð sig um málið, síðan þá hefur hann ekki viljað ræða það.

Gary er með samning við Val til ársloka 2021, það gæti því reynst dýrt fyrir Val að semja um starfslok við hann. Samningurinn er langur og ljóst er að Gary er einn launahæsti leikmaður deildarinnar.

Ekki er víst að Gary taki það í mál, enda ekki með neitt annað í hendi.

Félagaskiptaglugginn er lokaður og opnar ekki fyrr en í júlí, þá er möguleiki á að Gary geti fundið sér nýtt lið. Gary hafði skorað tvö mörk í þremur deildarleikjum þegar allt fór í steik.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hörmungar Kompany í Belgíu: Breytir starfi sínu strax eftir fjóra leiki

Hörmungar Kompany í Belgíu: Breytir starfi sínu strax eftir fjóra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Wan-Bissaka brjálaður eftir fund með stjóranum

Wan-Bissaka brjálaður eftir fund með stjóranum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þolir ekki fyrrum liðsfélaga sinn: ,,Hann sagðist ætla að kaupa mig“

Þolir ekki fyrrum liðsfélaga sinn: ,,Hann sagðist ætla að kaupa mig“
433Sport
Í gær

Var strax rekinn eftir hörmulegt gengi: ,,Síminn hringdi ekki í fjóra mánuði“

Var strax rekinn eftir hörmulegt gengi: ,,Síminn hringdi ekki í fjóra mánuði“
433Sport
Í gær

Pogba og vandræðagemsinn hittust á nýjan leik

Pogba og vandræðagemsinn hittust á nýjan leik
433Sport
Í gær

Aron á batavegi eftir alvarlegt bílslys og tíu daga á gjörgæslu: Góðir félagar halda styrktarleik

Aron á batavegi eftir alvarlegt bílslys og tíu daga á gjörgæslu: Góðir félagar halda styrktarleik
433Sport
Í gær

Allt í steik hjá Beckham í Miami: Ætlaði að byggja ofan á gömlum ruslahaug

Allt í steik hjá Beckham í Miami: Ætlaði að byggja ofan á gömlum ruslahaug
433Sport
Í gær

Solskjær sagður hafa lesið yfir Pogba og Rashford: Á ekki að koma fyrir aftur

Solskjær sagður hafa lesið yfir Pogba og Rashford: Á ekki að koma fyrir aftur