fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
433Sport

Óli Jó neitar að tjá sig um málið sem allir eru að ræða: ,,Ég get ekkert sagt“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2019 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sá sína menn tapa þriðja leik sumarsins í kvöld gegn FH.

Valur spilaði ágætlega á köflum í kvöld en það voru FH-ingar sem fögnuðu að lokum 3-2 sigri.

,,Þetta eru tvö góð lið og þetta er einhver valdabarátta um einhverjar stöður í leiknum og svona leikir vinnast oft á föstum leikatriðum,“ sagði Ólafur.

,,Spilamennskan var fín í alla staði. Það er mikið að fá á sig þrjú mörk en það er stundum svona að þegar hlutirnir eru ekki að falla fyrir manni þá er eins og allt fari á móti manni og mér finnst það vera þannig í dag.“

,,Þú uppskerir bara það sem staðan segir, þú uppskerir ekkert meira en það svo við getum ekki kvartað yfir því.“

,,Við erum bara á sama stað og í byrjun, það er ekkert vesen á okkur.“

Við spurðum Óla svo út í Gary Martin, framherja liðsins, en hann var ekki valinn í leikmannahópinn, annað skiptið í röð.

,,Nei. Ég get ekkert sagt um það,“ svaraði Ólafur en hann gat ekki tjáð sig um hvort Gary væri að æfa með félaginu eða ekki.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn eitt áfallið hjá City: Einn miðvörður heill – Stones frá í nokkrar vikur

Enn eitt áfallið hjá City: Einn miðvörður heill – Stones frá í nokkrar vikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“

Eru íslenskir fjölmiðlar allt of neikvæðir? Aron Einar svarar: „Berum virðingu fyrir öllu á Íslandi“
433Sport
Í gær

Rooney kallar eftir því að leikmenn fái betur borgað

Rooney kallar eftir því að leikmenn fái betur borgað
433Sport
Í gær

Neymar borgar vinum sínum 1,3 milljónir á mánuði fyrir að hanga með sér

Neymar borgar vinum sínum 1,3 milljónir á mánuði fyrir að hanga með sér