fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
433Sport

Víðir bendir á að það geti tekið tvö ár að taka út refsinguna: ,,Sé ekki annað en þetta sé tóm vit­leysa“

433
Fimmtudaginn 16. maí 2019 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, vill gömlu tímana aftur. Hann segir það tóma vitleysu að spjöld í deildar og bikarkepppni, á Íslandi, telji ekki lengur saman. Þessu var breytt á síðasta ári.

Núna geta leikmenn brotið gróflega af sér í bikarnum, fengið rautt spjald. Leikmaður má hins vegar spila næsta deildarleik.

,,Hvernig datt mönn­um í hug að breyta aga­regl­un­um í fót­bolt­an­um á þá leið að refs­ing­ar fyr­ir gul og rauð spjöld í bik­ar­keppni karla og kvenna væru bara tekn­ar út í bik­ar­keppn­inni sjálfri en ekki næsta leik á Íslands­mót­inu?,“ skrifar Víðir í Bakverði Morgunblaðsins

,,Þessi regla er nú í gildi annað árið í röð og ég sé ekki annað en þetta sé tóm vit­leysa.“

Víðir bendir á að flest af þeim leikbönnum sem menn fara í, verði aldrei tekinn út. ,,Stærst­ur hluti leik­banna verður aldrei tek­inn út þar sem gul spjöld fyrn­ast á milli ára, en þeir sem fá rautt spjald í bikarleik geta þurft að bíða í heilt ár eða jafn­vel leng­ur eft­ir því að taka út bannið. Í ein­hverj­um til­vik­um taka þeir það jafn­vel aldrei út því þeir geta verið hætt­ir fót­boltaiðkun þegar að því kem­ur!

,,Ef leikmaður er semsagt rek­inn af velli í bikarleik, og lið hans tap­ar og fell­ur úr keppni, tek­ur hann bannið út í fyrsta bikarleik á næsta ári. Hann gæti fengið spjaldið í fyrstu um­ferð í kring­um 10. apríl og þurft að taka út bannið í leik í 32ja liða úr­slit­um 1. júní á næsta ári. Fái hann tveggja leikja bann gæti hann þurft tvö ár til að afplána refs­ing­una!“

,,Leikmaður sem ætl­ar að hætta að tíma­bili loknu get­ur í raun brotið af sér að vild í sín­um síðasta bikarleik og síðan spilað næstu leiki í deild­inni eins og ekk­ert hafi í skorist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ólafur Hand sýknaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Harald þann besta þó hann sé stundum í kjötbollu formi

Segir Harald þann besta þó hann sé stundum í kjötbollu formi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er vinsælasti bíllinn hjá stjörnum United

Þetta er vinsælasti bíllinn hjá stjörnum United
433Sport
Í gær

Milljón dollara andlitið segir Ólaf vonlausan þjálfara: „Hann er nú bara í myndlíkingarmáli“

Milljón dollara andlitið segir Ólaf vonlausan þjálfara: „Hann er nú bara í myndlíkingarmáli“
433Sport
Í gær

Er mættur til vinnu – Vonuðust eftir því að veikburða sonur hans fengi kórónuveiruna

Er mættur til vinnu – Vonuðust eftir því að veikburða sonur hans fengi kórónuveiruna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

París heillar Pogba

París heillar Pogba
433Sport
Fyrir 2 dögum
Algjört verðhrun