fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Moldríkur áður en hann var rændur og tapaði öllu: Þetta gerir hann til að lifa af í dag

433
Fimmtudaginn 16. maí 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir knattspyrnuaðdáendur sem kannast við nafnið Dario Silva en hann er fyrrum landsliðsmaður Úrúgvæ.

Silva er 46 ára gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna árið 2006 eftir dvöl hjá Portsmouth.

Hann er þó þekktastur fyrir tíma sinn hjá Malaga á Spáni þar sem hann skoraði 36 deildarmörk í 100 leikjum frá 1999 til 2003.

Silva lék einnig með liðum eins og Sevilla og Cagliari og á þá að baki 49 landsleiki fyrir Úrúgvæ.

Silva neyddist til að leggja skóna á hilluna árið 2006 en hann missti þá fót í hræðilegu bílslysi.

Hann opnaði sig í viðtali á dögunum en Silva starfar í dag sem þjónn á veitingastað. Hann hefur tapað öllu því sem hann þénaði á ferlinum.

,,Mínir peningar úr fótboltanum? Þeir sem sáu um mín mál rændu mig,“ sagði Silva í sjónvarpsþættinum Jugones.

,,Þeir sáu um mín laun og gerðu það sem þeir vildu.“

Silva lék á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2002 en hann kennir umboðsmanni sínum algjörlega um það sem fór úrskeiðis.

Hann starfar sem þjónn á pítsastað í Malaga þar sem hann gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður.

Silva var staurblankur áður en hann fékk líflínu á veitingastaðnum og hefur starfað þar undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum