Mesut Özil, leikmaður Arsenal, var pirraður í dag er liðið lék við Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Özil hefur margoft átt betri leiki en í dag og var tekinn af velli undir lokin í 1-0 tapi.
Þjóðverjinn var ekki beint sáttur á varamannabekknum og kastaði úlpu sinni í átt að hliðarlínunni.
Talað er um að Özil hafi kastað úlpunni í átt að Unai Emery, stjóra Arsenal en það er þó ekki hægt að staðfesta það.
Einnig er talað um að Özil hafi kastað henni í átt að Marco Silva, stjóra Everton sem var við hlið Emery.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Mesut Ozil launching his jacket at Unai Emery ? pic.twitter.com/wZiIKhMjrt
— Sean Kearns (@SeanPaulKearns) 7 April 2019