David De Gea, markvörður Manchester United var í sárum eftir slæmt tap gegn Barclelona í miðri viku.
Þannig fékk United skell á Cam Nou og er úr leik í Meistaradeildinni, eftir leik var De Gea langt niðri og bað liðsfélaga sína afsökunar.
Markvörðurinn hafði gert sig sekan um slæm mistök í öðru marki Börsunga, fremur slakt skot frá Lionel Messi lak í gegnum De Gea.
Mistök sem einn besti markvörður í heimi á ekki að gera, spilamennska De Gea hefur verið óvenju slök síðustu vikur.
Í klefanum eftir leik bað De Gea liðsfélaga sína afsökunar á mistökum sínum.