fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Líklegt byrjunarlið Íslands í kvöld: Kemur fyrsti sigur Hamren?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Andorra:

Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni Evrópumótsins, í kvöld. Liðið mætir þá Andorra klukkan 19:45. Leikurinn verður afar áhugaverður.

Lið Andorra er ekki hátt skrifað og lið, sem hefur farið á tvö stórmót í röð, líkt og Ísland á að fara með sigur af hólmi. Íslenska liðið hefur æft á Spáni síðustu daga en heldur til Andorra á morgun.

Leikið verður á gervigrasi. Ef völlurinn er í því ástandi sem talað er um, verður að teljast ólíklegt að menn sem hafa verið mikið meiddir spili.

Þannig eru líkur á því að Aron Einar Gunnarsson, verði hreinlega á meðal varamanna. Aron hefur verið að ná betri heilsu en óvíst er hvort líkami hans sé klár í 90 mínútna slagsmál á gervigrasi.

Fleiri leikmenn hafa verið að stíga upp úr meiðslum, mikilvægi leiksins er hins vegar mikið og því munu Hamren og Freyr Alexandersson, vera tilbúnir að taka sénsa.

Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið að mati 433.is.

Líklegt byrjunarlið að mati 433.is:
4-4-1-1 (4-2-3-1)
Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason

Rúnar Már Sigurjónsson
Birkir Bjarnason

Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson

Alfreð Finnbogason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer