fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
433Sport

Sigurbjörn rifjar upp hræðilegt sumar: ,,Hvað í fjandanum er þetta maður?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 2. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Sigurbjörn Hreiðarsson, hann er litríkur karakter sem á ansi merkilegan feril, hann lék alla tíð í meistaraflokki með Val, fyrir utan eitt tímabil í atvinnumennsku. Sigurbjörn upplifði ótrúlega tíma með Val, bæði góða og slæma.

Sigurbjörn var hluti af liði Vals árið 2001 er liðið féll úr Símadeildinni eða efstu deild í fyrsta skiptið.

Valur er besta lið landsins í dag en var í mikilli lægð á þessum tíma og voru erfiðleikar innan sem utan vallar.

Sigurbjörn viðurkennir að það hafi verið erfitt að kyngja þessu falli en hann var svo sjálfur farinn í atvinnumennsku stuttu seinna.

,,Það var ömurlegt. Þetta var geysilega ömurlegt, að fara niður,“ sagði Sigurbjörn.

,,Maður hugsaði bara: ‘á maður þátt í þessu bulli maður. Hvað í fjandanum er þetta maður!’

,,Þetta var ekki gott en eins og ég segi þá voru mikið af breytingum í liðinu ár eftir ár. Það voru erfiðleikar í klúbbnum.“

,,Fótboltahliðin karla megin, það var ládeyða. Það er bara eins og það er. Við sluppum í nokkur tímabil en svo kom þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tannlaus prins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann

Baulað á leikmann United í æfingaleik – Solskjær ætlar að ræða við hann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni

Sjáðu hvað Bruce sagði við félagana eftir fyrsta sigurinn – Hlær að gagnrýninni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni

Sjáðu myndina: Tapaði veðmáli og þurfti að aflita hárið – Einn neitaði að taka refsingunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK

Sjáðu markið: Jón Dagur sýndi gæðin gegn FCK