fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Útskýrt af hverju Viðar er óvænt mættur aftur í hópinn

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Örn Kjartansson var í dag kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir verkefni gegn Andorra og Frakklandi.

Viðar gaf það út fyrr á árinu að hann væri hættur með landsliðinu og ætlaði ekki að gefa kost á sér í næstu verkefni.

Framherjinn ákvað hins vegar að svara kalli landsliðsins eftir meiðsli Björn Bergmanns Sigurðarsonar.

Björn er að glíma við smávægileg meiðsli og er óvíst hvort hann geti tekið þátt í komandi leikjum.

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, segir að Viðar hafi alltaf verið í plönum Erik Hamren.

Viðar skipti um lið í gær en hann krotaði undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Hammarby.

,,Viðar var í plönunum hjá okkur alveg áður en við tilkynntum hópinn. Við sem sagt sendum alltaf út stóran hóp til klúbbana nokkrum vikum áður en við tilkynnum hóp og Viðar var inni í því. Svo kemur það upp að við vissum að Viðar var að fara að skipta um lið, rétt áður en við erum að fara að tilkynna hópinn, svo við ákveðum að bíða aðeins með þetta,“ sagði Freyr við Rúv.

„Svo klárar hann sín vistaskipti til Hammarby og er búinn að koma sér fyrir þar, er heill heilsu eins og við vissum og til í slaginn. Björn Bergmann er aðeins að kljást við smá meiðsli sem við héldum að við værum með betri stjórn á en raun ber vitni þannig að við vildum kalla hann inn til að hafa allan varann á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík