fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Sjáðu furðulega aðferð sem Van Dijk notaði til að trufla liðsfélaga Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. desember 2019 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stórleikur í Bítlaborginni í gær þegar Liverpool vann Everton. Stjörnurnar Roberto Firmino og Mo Salah voru á bekknum hjá Liverpool í gær og fengu hvíld. Divock Origi nýtti tækifærið í gær og kom Liverpool yfir eftir aðeins sjö mínútur en Sadio Mane lagði upp.

Mane lagði upp annað mark stuttu síðar en þá komst Xherdan Shaqiri á blað – hann fékk einnig tækifæri í kvöld. Fjórum mínútum síðar minnkaði Michael Keane muninn fyrir Everton áður en Origi bætti við sínu öðru marki eftir frábæra sendingu Dejan Lovren. Mane komst loksins sjálfur á blað undir lok fyrri hálfleiks og kom Liverpool í 4-1. Richarlison skoraði svo annað mark Everton örfáum mínútum seinna.

Aðeins eitt mark var svo skorað í seinni hálfleik en það gerði Georginio Wijnaldum fyrir Liverpool undir lokin og 5-2 sigur heimamanna staðreynd.

Í síðari hálfleik fékk Moise Kean, sóknarmaður Everton gott færi en Virgil van Dijk var á eftir honum. Til að trufla Kean ákvað hollenski varnarmaðurinn að öskra. Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina

Fabregas fær á baukinn og kallaður spænski Ange eftir helgina
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu

Milljónamæringur áreitti leikmann Liverpool – Þurfti að fá öryggisverði til að fylgja sér til og frá vinnu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs gagnrýnir Salah – „Hann var ófaglegur“

Arnar Gunnlaugs gagnrýnir Salah – „Hann var ófaglegur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal vinnur deildina þægilega þrátt fyrir tap en skelfileg niðurstaða bíður United og Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu

Réttað vegna flugslyssins hörmulega í dag – Saka þá um vanrækslu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi

Albert svaraði fyrir sig fullum hálsi