Sunnudagur 08.desember 2019
433Sport

Umboðsmaður Steven Lennon sagður hafa rætt við Val

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. desember 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótbolti.net segir frá því að umboðsmaður, Steven Lennon framherja FH hafi rætt við önnur félög. Lennon er sagður hafa áhuga á að fara frá FH.

Sagt er að umboðsmaður framherjans frá Skotlandi hafi rætt við Val, þar er Heimir Guðjónsson þjálfari. Heimir fékk Lennon til FH á sínum tíma.

Lennon hefur einnig verið orðaður við KR en þeir hafna því að Lennon sé á leið í Vesturbæinn. „Þetta hefur ekkert komið til umræðu hjá okkur eða á okkar borð, enda er þessi umræddi leikmaður samningsbundinn sínu félagi,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður KR við okkur í síðustu viku.

Lennon er einn af þeim sem hefur gagnrýnt FH opinberlega, fyrir að vera í vandræðum með launagreiðslur. Hann birti færslu á Instagram sem vakti athygli. Þar mátti sjá son hans, grafa í sandi og sagði framherjinn að drengurinn ungi, væri að leita að laununum sínum.

Fótbolti.net segir að það sé umboðsskrifstofan Deadline Day Sport sem sjái um mál Lennon.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Stuðningsmenn City reyndu að meiða leikmann United

Sjáðu myndirnar: Stuðningsmenn City reyndu að meiða leikmann United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United vann Manchester City á Etihad

Manchester United vann Manchester City á Etihad
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Klopp: Þeir tala bara um eitt í klefanum

Klopp: Þeir tala bara um eitt í klefanum
433Sport
Í gær

Aron Einar og Kristbjörg svipta hulunni af fyrirtækinu sem þau eru að opna: „Gaman að taka þátt í einhverju sem maður hafði ekki hundsvit á“

Aron Einar og Kristbjörg svipta hulunni af fyrirtækinu sem þau eru að opna: „Gaman að taka þátt í einhverju sem maður hafði ekki hundsvit á“
433Sport
Í gær

Chelsea fær risaupphæð í janúar

Chelsea fær risaupphæð í janúar
433Sport
Í gær

Hetja Suður-Ameríku vill semja við Liverpool – Fyrirmyndin er þar

Hetja Suður-Ameríku vill semja við Liverpool – Fyrirmyndin er þar
433Sport
Í gær

Segir að leikmaður Liverpool hafi verið bálreiður gegn Everton: ,,Nú er hann eigingjarn framherji“

Segir að leikmaður Liverpool hafi verið bálreiður gegn Everton: ,,Nú er hann eigingjarn framherji“