fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar um símafíkn og samfélagsmiðla: Slæmur vani – „Allir að tuða og allt svo neikvætt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta fer yfir víðan völl í spjalli sínu við Snorra Björnsson. Aron var gestur í hlaðvarpsþætti hans sem kom út í dag.

Aron ræðir meðal annars samfélagsmiðla og hvernig hann notar það. Þegar hann var að hefja feril sinn í atvinnumennsku, þá var hann vikur á Facebook en hefur eytt aðgangi sínum þar. ,,Maður var peppaður, þetta var á þessum tíma. Maður var athyglissjúkur, stuðningsmönnum Coventry fannst þetta geggjað. Að nálgast leikmenn, vera svona nálægt honum. Facebook á þessum tíma, það var ekki eins og í dag. Samfélagmiðlar voru ekki eins og í dag, Instagram er skemmtilegt,“ sagði Aron þegar hann ræddi við Snorra um samfélagsmiðla.

,,Á Twitter fór ég í það að vera bara með íslenskt, mér fannst það bara leiðinlegt. Stuðningsmenn á Englandi voru kræfir og krefjandi, það var mikið af yfirdrulli. Það var leiðinlegt, ég nennti ekki að skoða þetta lengur. Ég bjó til bara nýtt þar sem er bara íslenska, Íslendingar sem ég var að fylgja á þessum tíma. Twitter, ég var miklu virkari þar. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, það er svo neikvætt. Allir að tuða og allt svo neikvætt, ég er byrjaður að fela hluti sem ég vil ekki sjá. Af hverju er ég á þessu ef ég þarf að byrja að fela hluti?.“

,,Maður verður neikvæður, svo hugar maður, hvað er ég að gera? Ég nenni ekki Facebook, ég er bara með Instagram og Twitter. Twitter er hægt og rólega að fjara út, ég fer á Twitter á hverjum degi. ÉG er að skoða fréttir, handbolti og fótbolti. Svo er maður að taka skjáskot og senda á félagana, spyrja hvort þetta sé rétt. Þetta er svo mikið af lífinu manns.“

Aron var staddur hér á landi á dögunum og fann frelsi í því að vera ekki alltaf tengdur, hann býr í Katar og leikur með Al-Arabi. ,,Ég er með Qatar númer, ég ákvað að slökkva á 4G, það er dýrt. Mér finnst það geggjað, eftir daginn kem ég upp í rúm og batteríið er 89 prósent. Af hverju er maður að þessu? Af hverju er maður að skoða þetta svona mikið? Þetta er vani, þetta er slæmur vani.“

Mikð er talað um að WhatsApp sé forritið sem knattspyrnumenn noti. ,,WhatsApp er mikið notað á Englandi, það er hægt og rólega að koma hérna heim. Það er verið að búa til hópa, þegar við komum saman með landsliðinu þá gerir Gunni Gylfa sem sér um málið og býr til hóp. Þar koma upplýsingar og dagskrá, ég hef notað WhatsApp mjög lengi. Það er bara eins og spjall.“

Aron Einar hittir sálfræðing reglulega: „Hjálpaði mér í mannlegum samskiptum við konuna og börnin“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár