fbpx
Mánudagur 26.október 2020
433Sport

Aron Einar hittir sálfræðing reglulega: „Hjálpaði mér í mannlegum samskiptum við konuna og börnin“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. desember 2019 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Mér finnst jákvætt að umræðan er orðinn meira en hún var, það þurfa allir að létta af sér við og við,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands í hlaðvarpsþætti sem Snorri Björnsson er með. Þar opnar hann sig um það hvernig, sálfræðingur hefur hjálpað honum á síðustu árum.

Aron Einar er einn frægasti núlifandi Íslendingurinn, hann hefur verið leiðtogi íslenska landsliðsins í gegnum bestu ár liðsins. Hann segir að sálfræðingur hafi gert hann að betri faðir og eiginmanni, Aron og Kristbjörg Jónasdóttir eiga saman tvö börn.

,,Ég hef sjálfur í tvö ár farið og hitt sálfræðing, mis langt á milli. Það hjálpaði mér í mannlegum samskiptum við konuna og börnin, ég sjálfur er kannski ekki lokaður. Aðrir eiga auðveldara með að tjá sig í mannlegum samskiptum, ég elst upp við það að það kemur ekkert allt fram. Við getum setið í stofunni í nokkrar klukkustundir og ekki sagt neitt, horft á sjónvarpið. Og það er bara gott kvöld. Hjá konunni minni, þá tjá þau sig og segja hlutina. Ég kem inn í samband við hana, ég er lokaður og tjá mig ekki. Innra með mér er ég að hugsa eitthvað, ég lærði með sálfræðingi að opna á hlutina. Það var hollt fyrir mig.“

Á síðustu leiktíð upplifði Aron Einar skömm yfir því að vera meiddur, hann gat ekki hjálpað Cardiff sem hann lék.

,,Sagan með þjálfarann minn, Neill Warnock. Hann keyrir samning í gegn fyrir mig, ég kem inn í tímabilið meiddur. Er á góðum launum í úrvalsdeildinni, mér líður eins og ég sé að bregðast honum. Ég byrjaði að fela mig fyrir honum, á æfingasvæðinu. Ég var þungur, ég var meiddur og var einmana. Ég vildi bara vera partur af liðinu, síðan tala ég við sálfræðinginn. Hún sagði mér að segja honum hvernig mér liði, ég fór daginn eftir og gerði það. Sagði honum að mér liði eins og ég væri að bregðast honum, hann sá að ég gaf ekki eins mikið af mér eins og ég hafði gert. Viku síðar, fór mér að líða miklu betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir í sárum eftir að 17 ára ungstirni tók eigið líf um helgina

Margir í sárum eftir að 17 ára ungstirni tók eigið líf um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Manchester United hefði sigrað Chelsea með fulla stúku

Manchester United hefði sigrað Chelsea með fulla stúku
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jamie Vardy hetja Leicester

Jamie Vardy hetja Leicester
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar Örn og Valdimar skoruðu í Noregi

Viðar Örn og Valdimar skoruðu í Noregi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór Ingvi spilaði í öruggum sigri

Arnór Ingvi spilaði í öruggum sigri
433Sport
Í gær

Jón Guðni spilaði allan leikinn í jafntefli

Jón Guðni spilaði allan leikinn í jafntefli
433Sport
Í gær

Tölfræði sem Solskjær vill ekki sjá

Tölfræði sem Solskjær vill ekki sjá