Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær.
Þar ræddu Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, við bæði Aron og konu hans Kristbjörgu Jónasdóttur.
Það var ýmislegt rætt í þættinum og þar á meðal stand Arons sem hefur verið meiddur undanfarnar vikur.
Aron fór í aðgerð vegna ökklameiðsla og missti þess vegna af síðustu landsleikjum Íslands.
Hann segist þó vera á góðum batavegi og er byrjaður að æfa og hlaupa á ný. Það verður mikilvægt fyrir Ísland að hafa Aron í toppstandi í Mars í er umspil Þjóðadeildarinnar fer fram. Þar getur Ísland tryggt sér sæti í lokakeppni EM.
,,Ég er á fínu róli. Ég er á undan áætlun og er byrjaður að æfa aðeins, hlaupa á grasi þannig ökklinn er í góðu standi eins og er,“ sagði Aron.
,,Ég er mjög ánægður með aðgerðina sem ég fór í. Ég er að vinna í forminu núna og hef tekið vel á því til að koma mér aftur í stand til að byrja að keppa fljótlega.“
Rikki tók svo upp á því að spyrja Aron aðeins út í lífstílinn í Katar en þar er mjög erfitt að til að mynda drekka áfengi.
Það er hægt að kaupa bæði beikon og áfengi í einni búð í í Doha þar sem Aron spilar með Al-Arabi.
,,Það er leyfilegt á hótelum. Þau geta selt alkóhól, þú mátt ekki vera með alkóhól eða bjór eða hvað sem það heitir úti á götu en svo er ein búið, ríkið þeirra sem selur beikon og áfengi.“