fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Aron róar landsmenn með ummælum gærdagsins: ,,Ég er mjög ánægður með aðgerðina“

Victor Pálsson
Föstudaginn 13. desember 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var gestur í þættinum Brennslan á FM957 í gær.

Þar ræddu Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, við bæði Aron og konu hans Kristbjörgu Jónasdóttur.

Það var ýmislegt rætt í þættinum og þar á meðal stand Arons sem hefur verið meiddur undanfarnar vikur.

Aron fór í aðgerð vegna ökklameiðsla og missti þess vegna af síðustu landsleikjum Íslands.

Hann segist þó vera á góðum batavegi og er byrjaður að æfa og hlaupa á ný. Það verður mikilvægt fyrir Ísland að hafa Aron í toppstandi í Mars í er umspil Þjóðadeildarinnar fer fram. Þar getur Ísland tryggt sér sæti í lokakeppni EM.

,,Ég er á fínu róli. Ég er á undan áætlun og er byrjaður að æfa aðeins, hlaupa á grasi þannig ökklinn er í góðu standi eins og er,“ sagði Aron.

,,Ég er mjög ánægður með aðgerðina sem ég fór í. Ég er að vinna í forminu núna og hef tekið vel á því til að koma mér aftur í stand til að byrja að keppa fljótlega.“

Rikki tók svo upp á því að spyrja Aron aðeins út í lífstílinn í Katar en þar er mjög erfitt að til að mynda drekka áfengi.

Það er hægt að kaupa bæði beikon og áfengi í einni búð í í Doha þar sem Aron spilar með Al-Arabi.

,,Það er leyfilegt á hótelum. Þau geta selt alkóhól, þú mátt ekki vera með alkóhól eða bjór eða hvað sem það heitir úti á götu en svo er ein búið, ríkið þeirra sem selur beikon og áfengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“

Þorsteinn kom inn á viðbrögð andstæðinga Íslands – „Þetta er tálsmáti sem þær nota“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki

Hóta United – Borgið þessa upphæð eða hann kemur ekki