Scott Brown, fyrirliði Celtic, hefur tjáð sig um samkynhneigð í fótboltanum en það er ekki algengt að leikmenn opinberi kynhneigð sína.
Ástæðan er viðbrögð stuðningsmanna en margir óttast áreiti og er hægt að skilja þá ástæðu vel.
Brown vonast þó til að verða vitni af leikmanni koma úr skápnum og myndi sjálfur taka þeim fréttum himinlifandi.
,,Ef einhver af mínum leikmönnum hjá Celtic kæmi út úr skápnum þá yrði ég sá fyrsti til að styðja þá,“ sagði Brown.
,,Það væri frábært að sjá það gerast. Það væri best ef við fengum að sjá fyrsta manninn til að koma út úr skápnum.“
,,Það verður mjög erfitt fyrir einhvern að gera það en þeir verða að átta sig á því að við erum opin, árið er 2019.“
,,Það er ekki hægt að segja að þeir myndu fá 100 prósent stuðning. Það yrði alltaf meirihlutinn í klefanum.“
,,Besti vinur minn er samkymhneigður og hann gekk í gegnum erfiða tíma. Hann þurfti að nota leyninúmer til að tala við annað fólk.“